Allt gengur vel nema á vellinum

Frá leiknum í nótt.
Frá leiknum í nótt. mbl.is/Gunnar Valgeirsson

Angel City FC knattspyrnuliðið hér í borg skipti um þjálfara í sumar og fékk nýja leikmenn í hópinn (þar á meðal Sveindísi Jane Jósndóttir), allt til að reyna að bæta afleitan árangur liðsins fyrstu þrjú keppnistímabil í NWSL kvenna knattspyrnu deildinni hér vestra.

Allt annað í kringum liðið hefur gengið vel. Peningarnir flæða inn gegnum auglýsingatekjur, liðið hefur gefið góðan fjárstuðning við alls konar sjálfboðar stofnanir hér í bæ, auk þess að sjá um þjálfara aðstoð við stúlkna og kvenna knattspyrnulið hér í borg og í Mexíkó.

Óstöðugleiki einkennir stutta sögu Angel City

Þessi slæmi árangur liðsins var ekki það sem bæði fræga fólkið og fjárfestar hér í bæ sem komu liðinu á flot, áttu í vændum. Liðið fór í gegnum tvo þjálfara og tvo framkvæmdastjóra á fyrstu þremur árunum og eru nú á þriðju kynslóðinni með það markmið að bæta árangur liðsins á vellinum.

Ef marka má allt þetta ástand, þá komu fréttir í Wall Street Journal – einu virtasta fréttamiðli hér vestra – í fyrra þar sem lýst var allskonar ágreiningi meðal fjárfesta og starfsfólks liðsins, þar sem ástandinu var líkt við sápuóperu. Ekki beinlínis það sem flesti áttu í vændum þegar liðið var stofnað fyrir fjórum árum.

Til að bæta úr þessu ástandi réði liðið Norðmannin Alexander Straus frá Bayern Munchen, sem á endanum varð til þess að Sveindís ákvað að skipta frá Wolfsburg í Þýskalandi eftir að samningur hennar við liðið rann út í sumar.

Inn í þessa stöðu kom svo Sveindís Jane í sumar og enn á nýju hafa úrslitin þar sem af er ekki staðið undir væntingum.

„Knattspyrnulega séð þá tók ég ekki ákvörðun um að koma hingað þar til að ég sá hver myndi verða þjálfari,“ sagði Sveindís þegar hún kom til Angel City. „Ég sá að Alex yrði þjálfari og man eftir árangri hans með Bayern liðið. Áður en að hann kom til Bayern unnum við í Wolfsburg titilinn, en eftir að hann kom til Bayern urðu þeir eins og nýtt lið.“

Ákvörðun Sveindísar að skrifa undir samning við Angel City kom á óvart, bæði á Íslandi sem og í Evrópu. „Fullt af fólki var hissa á því að ég skyldi kjósa Angel City, en þeir hafa ekki séð leikina í NWSL. Í Þýskalandi voru þetta fjórir eða fimm leikir á keppnistímabilinu sem voru erfiðir. Hérna getum við tapað hvaða leik sem er.“

Topp lið deildarinnar gefur ekkert eftir

... og tapað leikjum hefur Angel City gert of oft í þessari deildarkeppni.

Með þennan bakgrunn í huganum, fékk ég mér blaðamannapassa á leik Angel City í gærkvöld gegn besta liðinu í deildinni, Kansas City Current. Angel City var hins vegar í ellefta sæti, sjö stigum fyrir neðan áttunda liðið, en efstu átta liðin komast í úrslitakeppnina.

Þar sem aðeins fjórir leikir voru eftir af deildarkeppninni þýddi ekkert nema sigrar í að minnsta þremur leikjunum ef liðið ætlaði sér í úrslitakeppnina – hlutur sem stuðningsfólk liðsins gerir kröfur til.

Skemmst er að segja að Kansas City vann þennan leik 1:0 í leik sem var mjög jafn. Þessi úrslit þýða að Angel City mun enn að nýju verða utan úrslitakeppninnar, með sjálfsagt fylgjandi spádómum um framtíð liðsins.

Topplið Kansas City vann þennan leik þrátt fyrir að vera án þriggja hæstu markaskorara sinna, en leikurinn sjálfur var mjög jafn og hafði Angel City góð tök á leiknum þar til Kansas City skoraði um miðjan seinni hálfleikinn.

Sveindís er augljóslega lang besti leikmaður liðsins. Öll hættan í sóknarleiknum er í kringum hana. Hún er langfljótasti leikmaðurinn og fær góða athylgi varnarinnar.

Fróðlegt verður þó að fylgjast með hvernig forráðafólk Angel City ætlar sér að snúa dæminu við, en hér í bæ er erfitt að halda í miðahafa hjá íþróttaliðum sem gengur illa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka