Barcelona gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Bayern München í fyrstu umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur 7:1.
Glódís Perla Viggósdóttir kom inn á sem varamaður hjá Bayern á 63. mínútu í stöðunni 5:1.
Ewa Pajor og Cládua Pina skoruðu tvö mörk hvor fyrir Barcelona og þær Salma Paralluelo, Alexia Putellas og Esmee Brugts skoruðu einnig.
Önnur úrslit í kvöld:
Juventus 2:1 Benfica
Arsenal 1:2 Lyon
Paris FC 2:2 Leuven
