Leikmaður París SG ekki með gegn Íslandi

Mikael Egill Ellertsson og Bradley Barcola eigast við í leiknum …
Mikael Egill Ellertsson og Bradley Barcola eigast við í leiknum í síðasta mánuði. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Bradley Barcola, kantmaður Parísar SG, hefur neyðst til að draga sig úr franska landsliðshópnum vegna meiðsla aftan í læri. Missir hann því af leik Frakklands gegn Íslandi í undankeppni HM 2026 á Laugardalsvelli í næstu viku.

Barcola, sem er 23 ára, byrjaði leik Frakklands gegn Íslandi í París þegar Frakkar unnu nauman 2:1-sigur í síðasta mánuði. Skoraði hann sigurmarkið í leiknum.

Í stað Barcola hefur hinn 32 ára gamli Florian Thauvin hjá Lens verið kallaður inn í hópinn, en síðasti landsleikur Thauvins kom fyrir sex árum.

Eins og skýrt var frá í gær tóku Kylian Mbappé, sóknarmaður Real Madríd, og Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, ekki þátt í æfingu franska liðsins í gær en gætu þó verið klárir í slaginn fyrir leiki gegn Aserbaísjan og svo Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka