Lenti í ryskingum

Leroy Sane í búningi Bayern München.
Leroy Sane í búningi Bayern München. AFP/Christof Stache

Þýski landsliðsmaðurinn í fótbolta Leroy Sané, leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og fyrrverandi leikmaður þýska félagsins Bayern München, lenti í ryskingum við stuðningsmenn Bayern.

Sænski miðilinn Fotbolldirekt greinir frá.

Sané lék með Bayern München í fimm leiktíðir eftir að hann kom til þýska félagsins frá Manchester City árið 2020. Hann gekk í raðir Galatasaray í sumar á frjálsri sölu. Sané á að baki 70 landsleiki fyrir þýska landsliðið og hefur skorað í þeim 14 mörk.

Sané var staddur í München á dögunum á Októberfest-hátíðinni og er greint frá því að skorist hafi í odda milli hans og stuðningsmanna Bayern München.

Sané hafði þetta að segja við þýska miðilinn BIld um atvikið:

„Mér var ögrað og ég var móðgaður persónulega, félag mitt Galatasaray var móðgað. Mér var ýtt og það brutust út slagsmál í smátíma. Að sjálfsögðu hefði ég átt að bregðast öðruvísi við. Ég hefði auðvitað átt að hunsa þessa aðila og halda ró minni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert