Twente frá Hollandi og enska liðið Chelsea skildu jöfn, 1:1, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í Twente í kvöld.
Danique van Ginkel kom Twente yfir á 63. mínútu en franska landsliðskonan Sandy Baltimore jafnaði fyrir Chelsea úr víti á 71. mínútu.
Amanda Andradóttir kom inn á hjá Twente á 88. mínútu en leikurinn var liður í 1. umferð deildarkeppninnar.
