Egyptaland er öruggt með sæti á HM karla í fótbolta næsta sumar eftir útisigur á Djibútí, 3:0, í dag.
Ibrahim Adel kom Egyptalandi yfir á áttundu mínútu og Mo Salah gerði annað og þriðja markið á 14. og 84. mínútu.
Egyptaland er öruggt með toppsæti A-riðils í undankeppninni í Afríku en liðið er með 23 stig eftir níu leiki, fimm stigum meira en Búrkína Fasó þegar ein umferð er eftir.
