Keflvíkingurinn með slitið krossband

Rúnar Þór Sigurgeirsson í búningi Sönderjyske.
Rúnar Þór Sigurgeirsson í búningi Sönderjyske. Ljósmynd/Sönderjyske

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson er með slitið krossband og verður frá allt tímabilið með liði sínu Sönderjyske í Danmörku. 

Frá þessu sagði hann sjálfur á Instagram en Rúnar gekk í raðir félagsins í sumar frá Willem II í Hollandi. 

Rúnar Þór meiddist snemma gegn FC Köbenhavn í leik liðanna undir lok síðasta mánaðar og var ekki með gegn OB um síðustu helgi. 

Rúnar, sem er uppalinn hjá Keflavík, snýr væntanlega ekki aftur fyrr en næsta sumar. 

Hjá Sönderjyske leika einnig Kristall Máni Ingason og landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert