Færeyjar gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Svartfjallalandi, 4:0, á heimavelli í undankeppni HM karla í fótbolta í Þórshöfn í kvöld.
Árni Frederiksberg átti stórleik fyrir Færeyjar, skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö á Hanus Sörensen.
Færeyjar eru í þriðja sæti L-riðils með níu stig eftir sex leiki. Króatía og Tékkland eru efst með 13 stig hvor eftir jafntefli í Tékklandi, 0:0.
Færeyingar voru ekki eina Norðurlandaþjóðin sem vann stórsigur því Danmörk gerði góða ferð til Ungverjalands og fór illa með Hvíta-Rússland, 6:0.
Anders Dreyer og Rasmus Höjlund skoruðu tvö mörk hvor og Patrick Dorgu og Victor Froholdt skoruðu einnig.
Danir eru í toppsæti C-riðils með sjö stig og markatöluna 9:0. Skotland er einnig með sjö stig eftir heimasigur á Grikklandi, 3:1.
Holland er með þriggja stiga forskot í G-riðli eftir sigur á Möltu á útivelli, 4:0. Cody Gakpo leikmaður Liverpool skoraði úr tveimur vítum og þeir Tijjani Reijnders og Memphis Depay skoruðu einnig.
Önnur úrslit:
Austurríki 10:0 San Marínó
Kýpur 2:2 Bosnía