Allir útispilararnir komu að marki

Mark Arnautovic fagnar einu af fjórum mörkum sínum í gærkvöldi.
Mark Arnautovic fagnar einu af fjórum mörkum sínum í gærkvöldi. AFP/Georg Hochmuth

Hver einn og einasti útispilari í byrjunarliði Austurríkis kom að marki með beinum hætti þegar liðið vann risasigur á San Marínó, 10:0, í undankeppni HM 2026 í knattspyrnu karla í gærkvöldi.

Patrick Pentz markverði fyrirgefst að vera eini byrjunarliðsmaðurinn sem kom ekki að marki með beinum hætti enda hafði hann bókstaflega ekki neitt að gera í leiknum.

Marko Arnautovic skoraði fernu fyrir Austurríki og Stefan Posch skoraði tvennu. Michael Gregoritsch, Romano Schmid og Konrad Laimer skoruðu einnig.

Posch og Schmid gáfu auk þess eina stoðsendingu hvor og Marcel Sabitzer var með tvær slíkar. Kevin Danso, David Alaba og Niclas Seiwald lögðu þá allir upp eitt mark.

Varamaðurinn Nikolaus Wurmbrand var sá eini sem ekki byrjaði leikinn sem kom að marki; skoraði áttunda markið seint í leiknum.

Allt byrjunarlið Austurríkis, fyrir utan markvörðinn, kom að marki.
Allt byrjunarlið Austurríkis, fyrir utan markvörðinn, kom að marki. Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka