Brasilía fór hamförum

Estevao Willian skoraði tvennu fyrir Brasilíu.
Estevao Willian skoraði tvennu fyrir Brasilíu. AFP/Daniel Miranda

Brasilía vann geysilega öruggan sigur á Suður-Kóreu, 5:0, í vináttulandsleik liðanna í knattspyrnu karla í Seúl í dag.

Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti á HM 2026 og spila vináttuleiki í yfirstandandi landsleikjaglugga.

Hinn 18 ára gamli Estevao Willian og Rodrygo komu Brasilíu í 2:0 í fyrri hálfleik og komust svo aftur báðir á blað í upphafi þess síðari.

Eftir tvennur hjá Estevao og Rodrygo var komið að Vinícius Júnior að skora en það gerði hann 13 mínútum fyrir leikslok og fimm marka sigur brasilíska landsliðsins var niðurstaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka