Kviknaði í húsi stjörnunnar

Vinícius Júnior fagnar marki í leik með Brasilíu.
Vinícius Júnior fagnar marki í leik með Brasilíu. AFP/Nélson Almeida

Eldur braust út á heimili brasilíska knattspyrnumannsins Vinícius Júnior í Madríd á Spáni í gær.

ESPN greinir frá því að upptök eldsins hafi verið í sánu í kjallara hússins í en Vinícius var ekki sjálfur á heimili sínu þegar kviknaði í því.

Hann er staddur í Seúl fyrir vináttulandsleik Brasilíu gegn heimamönnum í Suður-Kóreu, sem stendur nú yfir.

Starfsfólk og vinir Vinícíus voru hins vegar á heimilinu og hringdu á slökkvilið, sem kom fljótt á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins.

Engin meiðsli urðu á viðstöddum og var tjónið lítið, fyrir utan sánaklefann sem brann til grunna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka