Tilnefndur sem leikmaður mánaðarins

Mikael Anderson á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Mikael Anderson á æfingu íslenska landsliðsins í gær. mbl.is/Eyþór

Mikael Neville Anderson hefur farið vel af stað með Djurgården í Svíþjóð og var hann tilnefndur sem leikmaður septembermánaðar í sænsku úrvalsdeildinni.

Djurgården hefur verið á góðu flugi að undanförnu og leikið ellefu leiki í röð án þess að tapa og Mikael átt stóran þátt í gengi liðsins. Að lokum var það August Priske samherji Mikaels sem var valinn besti leikmaður mánaðarins.

Mikael kom til Djurgården frá AGF í Danmörku fyrir tímabilið en hann hafði allan ferilinn leikið í Danmörku fyrir utan eitt lánstímabil hjá Excelsior í Hollandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert