Tuttugasta liðið tryggði HM-sætið

Riyad Mahrez er lykilmaður Alsír.
Riyad Mahrez er lykilmaður Alsír. AFP/Glyn Kirk

Alsír varð í gær 20. liðið sem tryggir sér sæti á HM 2026 í knattspyrnu karla sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar.

Alsír vann öruggan útisigur á Sómalíu, 3:0, í G-riðli undankeppni Afríku og varð þar með fjórða Afríkuliðið sem tryggir sæti sitt á heimsmeistaramótinu.

Áður höfðu Egyptaland, Marokkó og Túnis tryggt sæti sín í gegnum undankeppni Afríku.

Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið skráður útileikur fór hann fram á heimavelli Alsír. Mohamed Amoura skoraði tvö mörk og Riyad Mahrez eitt.

Alsír tók síðast þátt á HM 2014 og því verða liðin tólf ár frá síðustu þátttöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert