Knattspyrnumaðurinn Jarrell Quansah hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir leik liðsins gegn Lettlandi í undankeppni HM næstkomandi þriðjudag.
Quansah er 22 ára gamall miðvörður og var ónotaður varamaður í 3:0-sigri liðsins gegn nágrönnum sínum í Wales.
Hann er meiddur og farinn aftur til Þýskalands en hann spilar þar með Bayer Leverkusen. Hann kom þangað frá Liverpool í sumar.
Það kemur enginn inn í hópinn í hans stað.
