Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sagði að liðið þurfi að eiga nánast fullkominn leik til að ná góðum úrslitum í undankeppni HM gegn Portúgal í dag.
Írland er á botni F-riðils með eitt stig eftir tvo leiki, Ungverjaland er í þriðja með eitt stig, Armenía er í öðru sæti með þrjú stig og Portúgal á toppi riðilsins með sex stig.
„Í fyrsta lagi vitum við að við þurfum að eiga nánast fullkominn leik til að fá eitthvað út úr honum og ef það gerist þá eigum við möguleika á að stela stigi eða vinna leikinn.
Auðvitað þurfum við að reyna að halda hreinu, það gerir hlutina alltaf auðveldari. En til þess að leikmennirnir eigi góðan leik, já, þá myndu þeir örugglega hafa meiri trú og það myndi gefa þeim meira sjálfstraust. Það var tekið frá okkur, ef ég má orða það þannig, í Armeníu.“
Jónatan Karlsson:
Vantar ekki Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðið?
