Miðvörður Liverpool kemur ekki til Íslands

Ibrahima Konate verður ekki með Fraklandi gegn Íslandi.
Ibrahima Konate verður ekki með Fraklandi gegn Íslandi. AFP/Thibaud Moritz

Ibrahima Konaté, leikmaður Liverpool, verður ekki með franska landsliðinu í fótbolta þegar það mætir Íslandi á Laugardalsvelli næstkomandi mánudag.

Konate er að fara aftur til Liverpool-borgar samkvæmt franska blaðinu L'Équipe en hann kom ekki til sögu í 3:0-sigri Frakklands gegn Aserbaídsjan í gær.

Konate kom meiddur inn í verkefnið og var ekki með liðinu á æfingum fyrstu dagana.

Franska landsliðið kemur til landsins í dag en verður án stjörnuleikmanna á borð við Konate, Kylian Mbappé og Ousmane Dembélé.

Benjamin Pavard leikmaður Marseille kemur í stað Konate

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert