Dragan Stojkovic hefur ákveðið að hætta sem þjálfari karlalandsliðs Serbíu í fótbolta en ákvörðunin kemur í kjölfar taps Serba fyrir Albaníu í undankeppni HM í Serbíu í gærkvöldi.
Þetta var annað tap Serba í röð og er liðið með sjö stig í þriðja sæti K-riðils, fjórum stigum á eftir Albaníu en með leik til góða.
Stojkovic tók við Serbum árið 2021 og stýrði liðinu á HM í Katar 2022 og EM í Þýskalandi í fyrra. Í hvorugt skipti tókst Serbum að komast upp úr riðlinum.
Stojkovic sendi sjálfur inn uppsagnarbréf og samþykkti serbneska knattspyrnusambandið það.
Tap gegn Albaníu er sérlega slæmt í Serbíu en samskipti þjóðanna hafa verið einkum stirð í áratugi.
