Færeyjar unnu frábæran sigur á Tékklandi, 2:1, í L-riðlinum í undankeppni HM karla í fótbolta á Þórsvelli í Þórshöfn í dag.
Færeyingar eru í þriðja sæti riðilsins með 12 stig, stigi á eftir toppliðum Króatíu og Tékklands. Færeyjar eiga því enn séns á að vinna riðilinn eða komast í umspil en síðasti leikur liðsins verður gegn Króatíu. Króatar eiga þá tvo leiki til góða á Færeyjar og Tékkland.
Færeyjar unnu báða leiki sína í þessum landsleikjaglugga en á fimmtudaginn var sigraði liði Svarfjallaland, 4:0.
Hanus Sörensen kom Færeyjum yfir á 67. mínútu en Adam Karabec jafnaði metin fyrir Tékka á 78., 1:1.
Það var síðan Martin Agnarsson sem skoraði sigurmark Færeyja á 81. mínútu.
Gunnar Vatnhamar, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings R., lék allan leikinn í vörn Færeyja og Jóan Símun Edmundsson leikmaður KA spilaði í 55 mínútur frammi.
