Mögnuð tölfræði Lionels Messi

Lionel Messi og Luis Suárez skoruðu báðir.
Lionel Messi og Luis Suárez skoruðu báðir. AFP/Rich Storry

Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi skoraði tvö mörk og lagði eitt upp í stórsigri Inter Miami á Atlanta United, 4:0, í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í Miami í Flórída í nótt. 

Inter Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar með 62 stig þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Liðið verður því með í úrslitakeppninni. 

Lionel Messi skoraði fyrsta og síðasta mark Inter Miami en Jordi Alba og Luis Suárez skoruðu annað og þriðja. Gamla bandið frá Barcelona var því í miklu stuði í nótt. 

Messi hefur átt frábært tímabil í Bandaríkjunum en hann er kominn með 26 mörk og 15 stoðsendingar í aðeins 27 leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert