Sébastien Pocognoli var tilkynnur sem nýr knattspyrnustjóri franska félagsins AS Mónakó í gær. Pocognoli var stjóri hjá Royale Union SG en félagið varð belgískur meistari á síðustu leiktíð undir hans stjórn.
Austurríski þjálfarinn Adi Hütter var látinn taka poka sinn á föstudag. Hütter tók við Mónakó fyrir tveimur árum. Mónakó fór ágætlega af stað á leiktíðinni en hefur unnið aðeins einn af síðustu fimm leikjum og því fékk Hütter sparkið.
Mónakó er í 5. sæti frönsku 1. deildarinnar með 13 stig og aðeins þremur stigum frá toppliði París SG og því koma stjóraskiptin nokkuð á óvart.
AS Monaco is pleased to announce the arrival of Sébastien Pocognoli as head coach ✍️
— AS Monaco EN 🇲🇨 (@AS_Monaco_EN) October 11, 2025
The 38-year-old Belgian coach has signed a contract binding him to the Red & Whites until June 2027. pic.twitter.com/0ImuqUvuJT
