Skotland sigraði Hvíta-Rússland, 2:1, í undankeppni HM karla í fótbolta á heimavelli í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Steve Clarke, þjálfari skoska liðsins, allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna eftir leik.
Clark stýrði Skotlandi í 72. sinn í gær en enginn hefur stýrt skoska landsliðinu eins oft.
„Ég er mjög vonsvikinn og hef ekki verið eins vonsvikinn í leikjunum 72. Frammistaðan var ömurleg.
Við náðum að vinna en ég er allt annað en sáttur við frammistöðuna. Við verðum að vera miklu betri,“ sagði Clark við Sky Sports.
