Aldrei verið eins vonsvikinn þrátt fyrir sigur

Steve Clarke á hliðarlínunni í gær.
Steve Clarke á hliðarlínunni í gær. AFP/Andy Buchanan

Skotland sigraði Hvíta-Rússland, 2:1, í undankeppni HM karla í fótbolta á heimavelli í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Steve Clarke, þjálfari skoska liðsins, allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna eftir leik.

Clark stýrði Skotlandi í 72. sinn í gær en enginn hefur stýrt skoska landsliðinu eins oft.

„Ég er mjög vonsvikinn og hef ekki verið eins vonsvikinn í leikjunum 72. Frammistaðan var ömurleg.

Við náðum að vinna en ég er allt annað en sáttur við frammistöðuna. Við verðum að vera miklu betri,“ sagði Clark við Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert