Frakkland vann stórsigur á Eistlandi, 6:1, á heimavelli í undankeppni Evrópumóts U21 árs liða karla í fótbolta í kvöld.
Mathys Tel og Djaoui Cissé komu Frökkum í 2:0, áður en Tony Varjund minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Frakkar voru mun sterkari í seinni hálfleik og þeir Wilson Odobert og Eli Kroupi skoruðu tvö mörk hvor í seinni hálfleik og franska liðið vann öruggan sigur.
Staðan í riðlinum:
1. Færeyjar 9
2. Frakkland 6
3. Sviss 4
4. Ísland 2
5. Eistland 2
6. Lúxemborg 1
