Írland mátti þola naumt tap, 1:0, á útivelli gegn Portúgal í undankeppni HM karla í fótbolta á útivelli á laugardaginn var.
Heimir Hallgrímsson þjálfar írska liðið og var hann hársbreidd frá því að ná í sterkt stig en Rúben Neves skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Undir lokin tók Heimir varnarmanninn reynda Séamus Coleman af velli og setti John Egan inn á í staðinn. Stuttu seinna kom sigurmarkið.
„Ég spyr mig hvers vegna Coleman var tekinn af velli á 87. mínútu. Egan kom í miðja vörnina og það riðlaði varnarlínunni, sem hafði verið óaðfinnanleg,“ sagði Didier Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool, við Sky.
Shay Given, fyrrverandi markvörður Newcastle og írska landsliðsins, tók undir. „Hann virkaði ekki þreyttur og þetta er það eina sem má spyrja þjálfarann út í eftir leikinn,“ sagði Given.
