Grænhöfðaeyjar tryggðu sér í dag sæti á HM 2026 í knattspyrnu karla með öruggum sigri á Esvatíní, 3:0, í D-riðli undankeppni Afríku. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðin kemst á heimsmeistaramót.
Grænhöfðaeyjar unnu riðilinn með því að vinna sér inn 23 stig í tíu leikjum. Kamerún hafnar í öðru sæti riðilsins og fer í umspil um að komast á HM.
Dailon Rocha Livramento, Willy Semedo og Stopira skoruðu mörk Grænhöfðaeyja, sem telur aðeins um 525.000 manns.
