Hefur áhyggjur af starfinu eftir tap gegn Færeyjum

Ivan Hasek mátti þola tap fyrir Færeyjum.
Ivan Hasek mátti þola tap fyrir Færeyjum. AFP/Savo Prelevic

Ivan Hasek, þjálfari karlaliðs Tékklands í fótbolta, hefur áhyggjur af starfi sínu eftir óvænt 2:1-tap á útivelli gegn Færeyjum í undankeppni HM í gærkvöldi.

Færeyjar fylgdu 4:0-sigrinum glæsilega á Svartfjallalandi með öðrum sigri á Tékklandi en tapið þykir vandræðalegt fyrir tékkneskan fótbolta.

„Ég vil biðjast afsökunar á þessari frammistöðu, ég ber ábyrgð á henni. Að tapa svona mikilvægum leik er óásættanlegt,“ er haft eftir Pavel Nedved, formanni tékkneska knattspyrnusambandsins, á heimasíðu þess.

„Ég ræð þessu ekki. Ég vil halda áfram en kannski var þetta minn síðasti leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ivan Hasek á blaðamannafundi eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka