Angel City FC hafði betur gegn Houston Dash, 2:0, í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta í gærkvöldi.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Angel City og lék fyrstu 60 mínúturnar. Hún fór af velli í stöðunni 1:0.
Sigurinn var kærkominn fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar eftir fimm leiki í röð án sigurs og fjóra tapleiki.
Angel City er í tíunda sæti deildarinnar með 27 stig eftir 24 leiki.
