Kemur leikmanni Liverpool til varnar

Florian Wirtz hefur hvorki skorað né lagt upp mark í …
Florian Wirtz hefur hvorki skorað né lagt upp mark í ensku úrvalsdeildinni. AFP/Oli Scarff

Þýski knattspyrnumaðurinn Florian Wirtz hefur farið hægt af stað hjá enska liðinu Liverpool en hann kom til félagsins fyrir tímabilið.

Wirtz lagði upp mark í Samfélagsskildinum í ágúst en hefur hvorki lagt upp né skorað fyrir Liverpool síðan.

Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, kom miðjumanninum til varnar á blaðamannafundi en Liverpool greiddi 116 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem er sá dýrasti í sögu Liverpool.

„Þótt hann hafi ekki skorað þá er hann sá leikmaður sem skapar flest færi í ensku úrvalsdeildinni. Það er ekki honum að kenna að liðsfélagar hans nýta ekki færin.

Hann er líka enn þá að venjast deildinni. Hann veit sjálfur hversu góður hann er,“ sagði Nagelsmann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert