Lék í nokkrar sekúndur og meiddist

Yves Bissouma.
Yves Bissouma. AFP/Oli Scarff

Fyrsti leikur knattspyrnumannsins Yves Bissouma, miðjumanns Tottenham Hotspur, á tímabilinu fór ekki eins og best verður á kosið. Bissouma entist aðeins í nokkrar sekúndur með landsliði Malí í gær.

Hann hefur verið úti í kuldanum hjá Tottenham á tímabilinu en kom inn á sem varamaður á 66. mínútu í 4:1-sigri Malí á Madagaskar í undankeppni HM 2026 í gær.

Um 20 sekúndum síðar náði Bissouma boltanum, leikmaður Madagaskar braut á honum og Bissouma lá sárþjáður eftir.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hve alvarleg meiðslin eru en hann var borinn þjakaður af velli. Bissouma er nýbúinn að jafna sig á hnémeiðslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert