Lenti á stönginni og verður ekki með

Ollie Watkins verður ekki með gegn Lettlandi.
Ollie Watkins verður ekki með gegn Lettlandi. AFP/Oliver Bunic

Sóknarmaðurinn Ollie Watkins verður ekki með enska landsliðinu í fótbolta í útileik gegn því lettneska í undankeppni HM annað kvöld.

Watkins fór meiddur af velli í vináttuleik Englands og Wales á fimmtudaginn var þegar hann lenti illa á annarri stönginni á marki Wales.

Meiðslin eru ekki talin mjög alvarleg en nógu alvarleg til að hann verði ekki með í Lettlandi. England er á toppi K-riðils með fullt hús stiga eftir fimm leiki og tryggir sér sæti á HM með sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert