Milos gæti tekið við landsliðinu

Milos Milojevic stýrði sænska liðinu Malmö um tíma.
Milos Milojevic stýrði sænska liðinu Malmö um tíma. mbl.is/Hákon Pálsson

Milos Milojevic er einn þeirra sem koma til greina sem næsti þjálfari karlaliðs Serbíu í fótbolta.

Dragan Stojkovic lét af störfum sem þjálfari liðsins eftir tapið gegn Albaníu í undankeppni HM á laugardaginn var.

Telegraf í Serbíu greinir frá að Milos komi til greina en hann þjálfar Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um þessar mundir.

Milos kom til Íslands árið 2006 og bjó hér á landi í ellefu ár. Hann lék með Ægi, Víkingi og Hamri og þjálfaði Víking og Breiðablik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert