Myndskeið: Glæsilegt fyrsta mark Ásdísar

Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fallegt mark.
Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fallegt mark. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir portúgalska liðið Braga er það sigraði Torreense á útivelli, 5:2, í efstu deild þar í landi í gær.

Óhætt er að segja að markið hafi verið ansi fallegt en hún negldi boltanum upp í skeytin fjær utarlega í teignum hægra megin.

Sjón er sögu ríkari og má sjá mark Ásdísar í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert