Coote játaði sök – tekinn með barnaníðsefni

David Coote.
David Coote. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnudómarinn David Coote játaði sök þegar hann fór fyrir dómara í Nottingham í dag en hann var á dögunum ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis.

Refsing Cootes hefur ekki verið ákveðin en hann þarf að mæta fyrir dómara aftur 11. desember næstkomandi.

Samkvæmt The Guardian er um alvarlegustu tegund brots af þessu tagi að ræða, þar sem börn sjást í grófum kynferðislegum athöfnum.

Coote var á síðasta ári rekinn sem dómari í ensku úrvaldsdeildinni fyrir myndskeið þar sem hann hraunaði yfir Jürgen Klopp, þáverandi stjóra Liverpool.

Coote var einnig rekinn frá UEFA eftir að myndskeið þar sem hann sást taka hvítt duft í nefið á meðan hann dæmdi á EM 2024 fór í dreifingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka