England tryggði sér í kvöld sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta árið 2026 með stórsigri gegn Lettlandi í K-riðli undankeppninnar í Riga.
Leiknum lauk með stórsigri enska liðsins, 5:0, þar sem Harry Kane skoraði tvívegis fyrir England og þá voru þeir Anthony Gordon og Eberechi Eze einnig á skotskónum fyrir enska liðið. Maksims Tonisevs, leikmaður Lettlands, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Í hinum leik riðilsins unnu Serbar sigur gegn Andorra, 3:1, þar sem þeir Dusan Vlahovic og Aleksandar Mitrovic skoruðu mörk Serba og Christian Garcia varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Guillaume Lopez skoraði mark Andorra.
England er með 18 stig eða fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins en Albanía kemur þar á eftir með 11 stig, Serbía er með 10 stig, Lettland 5 stig og Andorra eitt stig.
