Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska karlalandsliðinu í fótbolta fögnuðu sínum fyrsta sigri í F-riðli undankeppni HM 2026 í kvöld þegar liðið tók á móti Armeníu í Dublin.
Tigran Barseghyan, vinstri bakvörður Armeníu, fékk að líta rauða spjaldið á 52. mínútu og Armenar því einum manni færri stærstan hluta síðari hálfleiks.
Írar nýttu sér liðsmuninn þegar Evan Ferguson skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Will Smallbone og Írar fögnuðu dýrmætum 1:0-sigri.
Í hinum leik riðilsins gerðu Portúgal og Ungverjalandi dramatískt jafntefli, 2:2, í Lissabon þar sem Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Portúgal en þeir Attila Szalai og Dominik Szoboszlai skoruðu mörk Ungverjalands.
Portúgal er í efsta sæti riðilsins með 10 stig og dugar jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum til þess að tryggja HM sætið. Ungverjaland er í öðru sætinu með 5 stig og Írar í því þriðja með 4 stig. Armenía rekur lestina með 3 stig.
