Ronaldo sló enn eitt metið

Cristiano Ronaldo fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar fyrra marki sínu í kvöld. AFP/Patrícia de Melo Moreira

Portúgalski markahrókurinn Cristiano Ronaldo sló enn eitt markametið í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Portúgals í 2:2-jafntefli gegn Ungverjalandi í undankeppni HM 2026 í knattspyrnu.

Ronaldo er langmarkahæsti karlinn í knattspyrnusögunni þegar kemur að landsliðsmörkum, en þau eru nú orðin 143. Auk þess á hann langflesta landsleiki karla, 225.

Í kvöld skoraði Ronaldo 40. og 41. mark sitt í undankeppni heimsmeistaramótsins og hefur enginn karl skorað jafn mörg mörk í undankeppninni.

Fyrra met átti Carlos Ruiz, sem skoraði á sínum tíma 39 mörk fyrir Gvatemala í undankeppni HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert