Svíar ráku danska landsliðsþjálfarann

Jon Dahl Tomasson.
Jon Dahl Tomasson. AFP/Hanna Brunlof

Daninn Jon Dahl Tomasson, sem á ættir að rekja til Íslands, hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari sænska karlalandsliðsins í fótbolta.

Þetta kemur fram í tilkynningu sænska knattspyrnusambandsins en Tomasson, sem er 49 ára gamall og átti íslenskan langafa, tók við sænska landsliðinu í febrúar á síðasta ári.

Daninn kom Svíum upp í B-deild Þjóðadeildarinnar á síðasta ári en liðinu hefur gengið afleitlega í undankeppni HM 2026 og situr á botni B-riðils með eitt stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Úrslitin í yfirstandandi landsleikjaglugga virðast hafa fyllt mælinn hjá forráðamönnum sænska knattspyrnusambandsins en liðið tapaði fyrir Sviss og Kósovó á heimavelli í glugganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert