Freyr fékk mikla viðurkenningu í Noregi

Freyr Alexandersson með viðurkenninguna.
Freyr Alexandersson með viðurkenninguna. Ljósmynd/Brann

Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Brann í Noregi, hefur verið útnefndur þjálfari ágúst- og septembermánaðar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Brann lék fimm leiki í ágúst og september í deildinni, vann fimm þeirra og gerði eitt jafntefli.

Brann er í þriðja sæti deildarinnar með 46 stig eftir 23 leiki, sjö stigum á eftir Viking og með leik til góða.

Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru báðir í stóru hlutverki hjá Brann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert