Gagnrýnir Heimi þrátt fyrir sigur

Heimir Hallgrímsson fyrir leikinn í gær.
Heimir Hallgrímsson fyrir leikinn í gær. AFP/Paul Faith

Írland sigraði Armeníu, 1:0, í undankeppni HM karla í fótbolta í Dublin í gærkvöldi. Þrátt fyrir sigurinn eru ekki allir sáttir við frammistöðu írska liðsins í leiknum.

Á meðal þeirra er Brian Kerr, sem stýrði Írlandi á árunum 2003 til 2005. Hann gagnrýndi Heimi í samtali við Virgin Media eftir leik.

„Það er of mikið um breytingar hjá honum. Heimir hefur talað um að vilja nota fáa leikmenn en hann er búinn að nota 23 eða 24 leikmenn.

Menn eru teknir úr hópnum og svo settir aftur inn og beint í byrjunarliðið. Það sýnir að þjálfarinn veit ekki hversu góðir leikmenn eru. Hann er í erfiðleikum með það,“ bætti Kerr við.

Írland er í þriðja sæti F-riðils í undankeppninni, einu stigi á eftir Ungverjalandi og sex á eftir toppliði Portúgals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert