Tékkneska knattspyrnusambandið hefur vikið Ivan Hasek frá störfum sem þjálfara karlaliðs þjóðarinnar.
Síðasti leikur Hasek var 2:1-tap gegn Færeyjum á útivelli en tapið þótti niðurlægjandi fyrir tékkneska knattspyrnu.
Þrátt fyrir tapið er Tékkland í öðru sæti L-riðils í undankeppni HM, þremur stigum á eftir Króatíu.
Færeyjar eru í þriðja sæti, einu stigi á eftir Tékklandi og á enn möguleika á að komast á HM í fyrsta skipti næsta sumar.
