Tigran Barseghyan, fyrirliði armenska landsliðsins í fótbolta, missti stjórn á skapi sínu í leik liðsins gegn því írska í undankeppni HM í Dublin í gærkvöldi.
Barseghyan fékk beint rautt spjald snemma í seinni hálfleik fyrir að skalla Finn Azaz, miðjumann Írlands.
Atvikið átti sér stað í stöðunni 0:0 og skoraði Evan Ferguson sigurmarkið um 20 mínútum síðar.
„Það var hiti í leiknum og þá getur margt gerst. Hann missti hausinn og skallaði mig,“ sagði Azaz við BBC eftir leik.
