Mikill viðbúnaður var í Udine á Ítalíu þegar Ísrael kom í heimsókn fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2026 í knattspyrnu karla á þriðjudagskvöld.
Ítalskir miðlar greindu frá því að hátt í 10.000 mótmælendur og stuðningsmenn Palestínu væru væntanlegir við leikvanginn í Udine vegna komu ísraelska liðsins.
Vegna þess brá lögreglan í borginni á það ráð að koma leyniskyttum fyrir á þaki hótelsins sem ísraelska teymið dvaldi á. La Repubblica greindi frá.
Auk þess var mikill fjöldi lögregluþjóna á götum Udine í aðdraganda leiksins og í kringum hann til þess að sjá til þess að allt færi sómasamlega fram.

