Ósáttur við viðtal sem tekið var á Íslandi

Jean-Philippe Mateta fagnar markinu á Laugardalsvelli.
Jean-Philippe Mateta fagnar markinu á Laugardalsvelli. AFP/Franck Fife

Wilfried Zaha, leikmaður Charlotte FC í Bandaríkjunum, er allt annað en sáttur við fyrrverandi liðsfélaga sinn Jean-Philippe Mateta en þeir léku saman hjá Crystal Palace áður en Zaha yfirgaf félagið.

Mateta skoraði sitt fyrsta mark fyrir franska landsliðið í 2:2-jafnteflinu við það íslenska á Laugardalsvelli í undankeppni HM í fótbolta á mánudagskvöld.

Eftir leik fór Mateta í viðtal hjá L’Equipe og rifjaði upp þegar hann sagði liðsfélögum sínum hjá Palace að hann ætlaði sér að komast í franska landsliðið.

Að sögn Mateta uppskar hann hlátur liðsfélaga, sem höfðu ekki mikla trú á að draumurinn yrði að veruleika. Zaha er allt annað en sáttur með ummæli franska sóknarmannsins.

„Ég verð að leiðrétta þetta því hann er ekki að fara að gera það. Ég hef aldrei niðurlægt liðsfélaga.

Það er ógeðslegt að sjá einhvern sem ég hélt að væri vinur minn segja svona,“ sagði Zaha m.a. í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert