Sædís fór niðurbrotin af velli

Sædís Rún Heiðarsdóttir gerði sig seka um slæm mistök.
Sædís Rún Heiðarsdóttir gerði sig seka um slæm mistök. AFP/Sebastien Bozon

Sædís Rún Heiðarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gerði sig seka um slæm mistök þegar Vålerenga frá Noregi mátti þola tap á heimavelli gegn þýska liðinu Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Lineth Beerensteyn kom Wolfsburg yfir á 57. mínútu eftir slaka sendingu Sædísar til baka. Eftir leik var Sædís með tárin í augunum þegar hún gekk af velli.

„Auðvitað var þetta leiðinlegt en svona er fótboltinn og manni er refsað. Þetta var slæm sending og svona er þetta,“ sagði hún við NRK eftir leik. Miðilinn segir síðan að Sædís hafi gengið niðurbrotin af velli. 

Sædís lék allan leikinn með Vålerenga og Arna Eiríksdóttir kom inn á sem varamaður á 75. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert