Stjarna Real í fangelsi?

Nágrannar Vinícius Júniors kunnu lítið að meta stóra afmælisveislu.
Nágrannar Vinícius Júniors kunnu lítið að meta stóra afmælisveislu. AFP/Oscar Del Pozo

Knattspyrnustjarnan Vinícius Júnior gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist en hann fer fyrir dómara í heimalandinu Brasilíu 6. nóvember næstkomandi.

Ástæðan er kvörtun nágranna vegna afmælisveislu sem hann hélt stanslaust frá 19.–21. júlí þar sem mikill hávaði kom frá íbúð stórstjörnunnar.

Lögreglan mætti á staðinn og lækkaði Vinícius þá í græjunum í stutta stund, áður en veislan hélt áfram með miklum hávaða.

Spænska fréttaveitan EFE greinir frá því að 500 gestir hafi verið á staðnum. Engu var sparað til og komu nokkrir tónlistarmenn fram í afmælinu og var mikið um flugelda og annan hávaða.

Brasilíumaðurinn fær væntanlega væna sekt fyrir athæfið og í versta falli fangelsi, frá 15 dögum og upp í þrjá mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert