Tímabilið búið hjá Sævari

Sævar Atli Magnússon verður frá út árið.
Sævar Atli Magnússon verður frá út árið. mbl.is/Birta Margrét

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, spilar ekki meira með Brann á tímabilinu vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Íslands og Frakklands í undankeppni HM á mánudagskvöldið.

Sóknarmaðurinn þurfti að fara af velli gegn Frökkum vegna hnémeiðsla og þau munu halda honum frá keppni út árið en lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar er 30. nóvember næstkomandi.

Fyrsti leikur Brann á næsta ári er heimaleikur gegn Midtjylland í Evrópudeildinni og er ólíklegt að Sævar verði klár í slaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert