Enski knattspyrnumaðurinn Jonjo Shelvey segir það af og frá að hann hafi farið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna að spila vegna peninga. Þar leikur hann með Arabian Falcons í C-deildinni.
„Ég hef lesið eitthvað á við: „Hann fór þangað vegna peninganna.“ Ég hugsa með mér: „Hvaða peninga?“ Það er enginn peningur í C-deildinni í furstadæmunum.
Launaviðmiðið hér fyrir knattspyrnumann er um 2.000 pund á mánuði. Samanborið við það sem ég hef þénað á ferlinum er það ekki neitt.
Bróðir minn þénar meira vinnandi á hóteli í London þannig að það að koma hingað snerist aldrei um peninga,“ sagði Shelvey í samtali við breska ríkisútvarpið.
Hann er þriggja barna faðir og bætti Shelvey, sem er upphaflega frá London, því við að honum hugnaðist ekki að börnin sín myndu alast upp á Englandi.
„Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég ekki að börnin mín alist upp á Englandi lengur. Við erum mjög lánsöm að hafa búið í betri hlutum Bretlands en þaðan sem ég kem upphaflega er ekki mögulegt að hafa það gott.
Ég myndi aldrei aftur vera með úr í London. Að mínu mati getur maður ekki verið með símann sinn á almannafæri í London,“ sagði Shelvey.
Samkvæmt úttekt lögreglunnar í London var um 80.000 símum stolið í ensku höfuðborginni á síðasta ári.