Voru ekki tilbúin í óvissuna með nýfætt barn

Hólmbert Aron Friðjónsson ásamt unnustu sinni Liv Benediktsdóttur.
Hólmbert Aron Friðjónsson ásamt unnustu sinni Liv Benediktsdóttur. Ljósmynd/@holmbertfridjons

Það vakti nokkra athygli þegar knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson samdi við Gwangju FC, sem leikur í efstu deild Suður-Kóreu, í sumar og varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að spila í landinu.

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Þetta er náttúrlega nýtt fyrir mér og mér fannst þetta spennandi kostur þegar hann kom á borðið. Allt er búið að vera frábært fyrir utan kannski að ég er búinn að eiga í erfiðleikum með veðrið hérna,“ sagði Hólmbert í samtali við Morgunblaðið.

„Það er mikill hiti og við erum á æfingum seinnipartinn, út af því að það er svo mikill hiti. Þegar ég kom fyrst voru 36-37 gráður og rakastig upp á 90 prósent þannig að það var helvíti þungt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert