Það fór mikið fyrir brjóstið á Florian Prunea, fyrrverandi markverði rúmenska landsliðsins og núverandi meðlimi stjórnar UEFA, þegar Jürgen Klopp tók við starfi hjá Red Bull.
Klopp er yfirmaður knattspyrnumála hjá orkudrykkjarisanum sem á fjölmörg íþróttafélög um heim allan. Hann tók við starfinu eftir farsælan tíma sem knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi.
„Mér hefur aldrei líkað við Klopp. Það er alltaf sirkus í kringum hann og hann er trúðurinn. Hann fór til Red Bull og fær borgað fyrir að gera ekki neitt,“ sagði Prunea m.a. í IamSport-hlaðvarpinu.
