Tvö mörk í sigri Íslendingaliðsins

Eggert Aron Guðmundsson átti fábæran leik gegn Haugesund í dag.
Eggert Aron Guðmundsson átti fábæran leik gegn Haugesund í dag. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Eggert Aron Guðmundsson var heldur betur hetjan í 4:1-sigri Brann gegn Haugesund í 25. umferð norsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag.

Eggert var í byrjunarliði Freys Alexanderssonar og lærisveina hans og skoraði tvö mikilvæg mörk.

Brann er því í 3. sæti deildarinnar með 49 stig.

Bard Finne kom Brann yfir í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik því 1:0, Brann í vil.

Egget bætti svo við öðru marki Brann á 47. mínútu þegar hann kom boltanum í netið af stuttu færi.

Bard Finne bætti við öðru marki sínu áður en Eggert gerði alveg út um leikinn á 71. mínútu þegar og gulltryggði Brann sigurinn.

Haugesund minnkaði hins vegar muninn á 84. mínútu þegar Sory Diarra skoraði rétt fyrir utan teig.

Sævar Atli Magnússon var ekki með Brann í dag þar sem hann meiddist í leik Íslands gegn Frakklandi fyrr í vikunni.

Eggert er aðeins 21 árs gamall og hefur skorað fimm mörk og lagt upp fimm á þessari leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert