Bayern München vann afar sannfærandi útisigur á Nürnberg, 6:0, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.
Bayern hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og síðustu þrjá með markatölunni 15:2. Er Bayern með 25 stig, sex stigum meira en Wolfsburg í öðru sæti.
Glódís Perla Viggósdóttir kom inn á hjá Bayern í kvöld á 62. mínútu en landsliðsfyrirliðinn hefur verið tæpur vegna meiðsla.
